Líf í borgarholtsskóla

Þjónusta

Skólinn er opinn nemendum kl. 7:20 – 16:00 mánudaga til föstudags.

Óskilamunir

Smærri hlutir t.d. símar, reiknivélar, gleraugu og lyklar eru á skrifstofu skólans á 2. hæð.
Stærri hlutir sem gleymast eða eru skildir eftir í skólahúsnæðinu eru ekki teknir til geymslu vegna plássleysis.
Ekki er tekin ábyrgð á töskum, fatnaði, skóm eða öðrum eigum sem nemendur skilja eftir á göngum skólans.
Við hvetjum nemendur því til að fá sér læsta geymsluskápa sem eru staðsettir á göngum skólans.

Leiga á skápum

Nemendur geta fengið leigða skápa í skólanum í upphafi annar. Sumarliði Jónsson, rekstrarstjóri fasteigna, sem er með skrifstofu í stofu 109, sér um skápaleiguna. Gjaldskrá Borgarholtsskóla.