Líf í borgarholtsskóla

Málm- og véltæknibrautir

Í skólanum er boðið upp á iðn- og starfsnám á þremur ólíkum sviðum: Málmiðngreinum, bíltæknigreinum og félagsvirkni- og uppeldisgreinum. Námið er sniðið að þörfum atvinnulífsins og fer nokkur hluti þess fram á vinnustöðum.

Málmiðngreinarnar eru fjórar, blikksmíðirennismíðistálsmíði og vélvirkjun. Námið í skólanum tekur um sex annir og að lokinni starfsþjálfun taka nemendur sveinspróf. Námið er á þriðja hæfniþrepi.

Mögulegt er að ljúka námi á öllum iðn- og starfsnámsbrautum með stúdentsprófi. Er það sett upp við hæfi hvers og eins í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans og sviðsstjóra. Stúdentspróf er að lágmarki 200 einingar og lýkur á þriðja hæfniþrepi.

Óski nemandi af málm- og véltæknibrautum eftir því að stunda nám á afreksíþróttasviði samhliða sinni braut, er sótt um það í samráði við sviðsstjóra iðn- og starfsnáms og verkefnisstjóra afrekssviðs. Einingar eru að mestu viðbót við einingafjölda viðkomandi brautar. Hins vegar geta þær nýst í stað íþróttaeininga, í frjálst val eða sem valeiningar í viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir iðn- og starfsnám.

Fréttir af málm- og véltæknibrautum.

Athugið að lotukerfi iðnnáms skiptist í gular lotur og grænar lotur og raðast þær ýmist fyrir eða eftir hádegi. Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig þær raðast.

Lotutafla bíla og málms

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um málm- og véltæknibrautir í Borgarholtsskóla veitir Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms.

 

Uppfært: 01/03/2023