
Bóknám
Bóknámsbrautir skólans eru sex, félags- og hugvísindabraut, félags- og hugvísindabraut – afreksíþróttasvið, náttúrufræðibraut, náttúrufræðibraut – afreksíþróttasvið, viðskipta- og frumkvöðlabraut og viðskipta- og frumkvöðlabraut – afreksíþróttasvið. Að auki er boðið upp á viðbótarnám til stúdentsprófs sem ætlað er þeim nemendum sem lokið hafa verk- eða starfsnámi.
Nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum er 200 framhaldsskólaeiningar. Nemendur sem fengið hafa einkunnina B eða betri í kjarnagreinum (ensku, íslensku og stærðfræði) og dönsku við lok grunnskóla geta lokið náminu á þremur árum en þeir sem hafa fengið C eða C+ þurfa að bæta við sig sérstökum undirbúningsáföngum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um bóknám í Borgarholtsskóla veitir Kristján Ari Arason, sviðsstjóri bóknáms.
Uppfært: 15/06/2023