Líf í borgarholtsskóla

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Brautin er ætluð nemendum sem lokið hafa iðn- og starfsnámi.

Til þess að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs þarf nemandi að:

  • Hafa lokið iðn- eða starfsnámi við Borgarholtsskóla.
  • Ljúka 200 einingum að lágmarki og þarf þrepaskipting námsins að vera eftirfarandi:

ÞrepFjöldi eininga
1. þrepHámark 66 einingar
2. þrepHámark 100 einingar
3. þrepLágmark 34 einingar
  • Ljúka að lágmarki tilteknum fjölda eininga í eftirfarandi fögum:

Fag1. þrep2. þrep3. þrep
Íslenska10 einingar10 einingar
Enska10 einingar5 einingar*
Stærðfræði10 einingar5 einingar*
Danska5 einingar
Saga5 einingar**
Náttúrufræði5 einingar**
Félagsfræði5 einingar**

* Nemendur þurfa að velja á milli þess að taka 5 einingar á 3. þrepi í ensku eða stærðfræði.

** Nemendur velja á milli þess að taka 5 einingar á 3. þrepi í sögu, náttúrufræði eða félagsfræði.

Starfsnám/vinnustaðanám

Til þess að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs þarf nemandi að hafa lokið starfsnámi og eða vinnustaðanámi þeirrar brautar sem námið til stúdentsprófs er viðbót við.

Háskólanám

Viðbótarnám veitir ekki aðgang að öllu háskólanámi og nemendur eru hvattir til þess að kynna sér vel inntökuskilyrði þess háskólanáms sem þeir stefna á. Nemendum er bent á að hafa samráð við náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra eða sviðsstjóra brautarinnar við val á áföngum og sérhæfingu.

 

Uppfært: 10/02/2023