Líf í borgarholtsskóla

13/04/2023 | Ritstjórn

Ferð til Búdapest

Vikuna 25. mars til 1. apríl davldi hópur nemenda ásamt þýskukennurum skólans í Búdapest í Ungverjalandi. Ferðin var styrkt af Erasmus+ og er hluti af erlendu samstarfi skólans.

Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Szabo Lörinc skólann. Hópur nemenda og kennara frá skólanum komu í heimsókn í Borgarholtsskóla síðasta haust og kynntust starfinu. Vel var tekið á móti nemendum og kennurum Borgarholtsskóla í Szabo Lörinc. Þau heimsóttu þýskutíma á mismunandi stigum og spreyttu sig á ýmsum verkefnum þar. Auk þess fóru þau til dæmis í verklega kennslu í tortillagerð á spænsku. Nemendur beggja skóla náðu vel saman og skólaheimsóknin vel heppnuð. Auk þess að skoða skólann kynntust nemendur og kennarar þessari fallegu borg á bökkum Dónár. Þau skoðuðu ýmis kennileiti, fóru á söfn og eyddu dagstund við Balaton vatn.

Mikil ánægja var með ferðina bæði hjá nemendum og kennurum og er Szabo Lörinc skólanum þakkað kærlega fyrir góðar móttökur.