Líf í borgarholtsskóla

Erlent samstarf

Borgarholtsskóli leggur ríka áherslu á erlent samstarf. Nemendur og kennarar hafa tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum víðsvegar um Evrópu í gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir eins og Erasmus+ og Nordplus. Skólinn hefur hlotið mikilvæga vottun frá Erasmus+ og er nú aðildarskóli. Með vottuninni staðfestir Erasmus+ vandaða áætlun Borgarholtsskóla um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af stefnu skólans og reglulegri starfsemi.

Hluti af áætlun skólans er að bjóða nemendum að heimsækja skóla erlendis í styttri eða lengri námsferðir og starfsmönnum skólans býðst að fara í skólaheimsóknir og sækja námskeið erlendis. Kennarar og nemendur taka jafnframt þátt í ýmsum þátttökuverkefnum á vegum Erasmus+ og Nordplus.

Vettvangsferðir erlendis eru einnig hluti af nokkrum sviðum og áföngum skólans.

Nemendur og starfsfólk skólans, sem hafa áhuga að taka þátt í erlendu samstarfi, eru hvött til að sækja um þátttöku hér á vef skólans.

Verkefnastjóri erlends samstarfs er Guðbjörg Hilmarsdóttir og netfang erlends samstarfs er erlent.samstarf@borgo.is.

Viðtalstímar vegna erlends samstarfs:
Þriðjudaga klukkan 9:30-12:00
Fimmtudagar klukkan 9:30-12:00

Bóka tíma hjá verkefnastjóra erlends samstarfs

 

Uppfært: 24/08/2023

Sjá fréttir um Erlent samstarf