Félagsvirkni- og uppeldissvið

Í skólanum er boðið upp á iðn- og starfsnám á þremur ólíkum sviðum: Félagsvirkni- og uppeldisgreinum, bíliðngreinum og málmiðngreinum. Námið er sniðið að þörfum atvinnulífsins og fer nokkur hluti þess fram á vinnustöðum.

Nám á félagsvirkni- og uppeldissviði er ætlað að hafa það hlutverk að svara kröfum samfélagsins um almenna menntun og að búa nemendur undir sérhæfð störf.

Nám í félagsvirkni- og uppeldisgreinum skiptist á fjórar námsbrautir: Nám fyrir félagsliða , leikskólaliða , stuðningsfulltrúa og félagsmála- og tómstundanám . Nám fyrir félagsliða er þriggja ára nám en nám fyrir stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og félags- og tómstundanám er fimm anna nám.

Mögulegt er að ljúka námi á öllum iðn- og starfsnámsbrautum með stúdentsprófi. Er það sett upp við hæfi hvers og eins í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans og sviðsstjóra. Stúdentspróf er að lágmarki 200 einingar og lýkur á þriðja hæfniþrepi.

Fréttir af félagsvirkni- og uppeldssviði.

2.11.2021