
Leikskólaliðar
Nám fyrir leikskólaliða veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum.
Námsbraut fyrir leikskólaliða er skipulögð sem fimm anna nám og endar með útskrift. Á síðustu tveimur önnunum koma til starfsþjálfunaráfangar sem meðal annars fara fram í formi vinnustaðanáms.
Þetta nám er jafnfram til boða fyrir fólk með starfsreynslu á þessu sviði og er þá kennt í dreifnámi.
Námsbraut fyrir leikskólaliða samanstendur af 27 námsáföngum sem samtals eru 116 ein.
Nemendur geta útskrifast að loknu starfsnámi eða að loknu starfsnámi og stúdentsprófi.
Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru neðst á síðunni undir kaflanum Viðbótarnám til stúdentsprófs.
Kjarnagreinar
Nemendur þurfa að taka alla áfangana í kjarnagreinum.
Fag | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 |
---|---|---|---|---|
Einstaklingur, fjölskylda og samfélag | FJF1A05 | |||
Enska | ENS1A05* | |||
Fatlanir | FTL1A05 | |||
Félagsfræði | FÉL1A05 | |||
Gagnrýnin hugsun og siðfræði | GHS2A05 | |||
Heilsa og lífsstíll | HLÍ1A05 | |||
Íslenska | ÍSL1A05* | |||
Íslenskar barnabókmenntir | ÍSL2C05 | |||
Íþróttir | LÍL1A01 LÍL1B01 | |||
Kynjafræði | KYN2A05 | |||
Leikur sem náms- og þroskaleið | LEN2A05 | |||
Næringarfræði | NÆR2A05 | |||
Samvinna og samskipti | SAS1A05 | |||
Sálfræði - hegðun og atferlismótun | HOA2A05 | |||
Sálfræði - þroskasálfræði | SÁL3A05 | |||
Skapandi starf | SPS1A05 | |||
Skyndihjálp | SKY2A01 | |||
Stærðfræði | DÆD1A05* | |||
Uppeldisfræði | UPP2A05 | UPP3A05 | ||
Upplýsingatækni | UTN2A05 | |||
Vinnan og umhverfið | VUM1A05 | |||
Vinnustaðanám | VIN2A10 | VIN3A10 | ||
Þroski og hreyfing | ÞRO2A05 |
* Nemendur með A, B eða hærra en 7,0 í grunnskólaeinkunn þurfa ekki að taka þessa áfanga.
Viðbótarnám til stúdentsprófs
Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs þurfa að taka eftirfarandi:
Kjarni
Nemendur þurfa að taka alla áfangana í kjarna.
Fag | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 |
---|---|---|---|---|
Danska | DAN2A05 | |||
Enska | ENS2A05 ENS2B05 | |||
Íslenska | ÍSL2A05 ÍSL2B05 | ÍSL3A05** ÍSL3B05** ÍSL3C05** | ||
Íþróttir *** | ||||
Stærðfræði | STÆ2A05 STÆ2C05 |
**Nemendur sem ætla að ljúka stúdentsprófi velja einn áfanga í íslensku á 3. hæfniþrepi til viðbótar við kjarnann.
*** Nemendur geta valið milli eftirfarandi áfanga eftir að þeir hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01: RÆK1A01 – ræktin, JÓG1A01 – jóga, KÖR1A01 – körfubolti, FÓT1A01 – fótbolti og ÚTI1A01 – útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.
Bundið áfangaval
Nemendur velja 5 einingar í ensku /eða stærðfræði.
Nemendur velja 5 einingar í félagsfræði, náttúruvísindum eða sögu.
Fag | Áfangaheiti |
---|---|
Enska | ENS3A05, ENS3B05, ENS3C05, ENS3D05, ENS3E05 |
Stærðfræði | STÆ3D05 |
Félagsfræði | FÉL2A05 |
Náttúruvísindi | NÁT1A05, NÁT2A05, NÁT2B05 |
Saga | SAG2A05 |
Frjálst val
Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 einingar sem þarf til stúdentsprófs. Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.
Uppfært: 10/02/2023