Líf í borgarholtsskóla

09/05/2023 | Ritstjórn

Vertu stálslegin

Vertu stálslegin

Vertu stálslegin

VERTU STÁLSLEGIN  er kynningarátak sem allir iðn- og verkmenntaskólar, þar sem málmiðngreinar eru í boði, standa saman að. Markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem nám í málmiðngreinum hefur upp á að bjóða. Hvort sem stefnan er sett á krefjandi háskólanám eða frama í atvinnulífinu, þá eru námsgreinar eins og stálsmíði, rennismíði og vélvirkjun, vandað nám sem gefur nemendum góða innsýn í heim málmiðnaðarins.

Tinna María – sem er nemandi í vélvirkjun hjá Borgó – sem tekur þátt í átakinu segir:

„Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá er ég mjög ánægð með að ég valdi þetta nám ef þú ert í grunnskólanámi og ert að hugsa um framhaldsskólanám endilega hlusta á hjartað velja það sem þig langar og stökkva út í djúpu laugina.“