02/05/2023 | Ritstjórn
Þýskuþraut og stuttmyndakeppni
Þessar unnu til verðlauna
Á dögunum fór fram þýskuþraut og stuttmyndakeppni á vegum þýska sendiráðsins, þýskukennarafélagsins og Goethe Institut í Kaupmannahöfn. Þýskunemendur frá Borgarholtsskóla tóku þátt ásamt um 130 nemendum úr ýmsum skólum. Tveir nemendur Borgarholtsskóla voru í hópi 10 efstu þátttakenda en Greta Poskute varð í 5. sæti og Eyrún Ingadóttir í 8. sæti.
Gretu og Eyrúnu er óskað til hamingju með frábæran árangur.