26/10/2022 | Ritstjórn
Öðruvísi verkefni í málmsmíði

Í málmiðnum eru margir skemmtilegir hlutir sem verða til hjá nemendum. Oftast þurfa nemendur að klára til þess að ljúka áföngum en þeir nemendur sem ná að ljúka smíði á öllum verkefnum plötuvinnu eiga möguleika á að smíða aukaverkefni ef tími vinnst til.
Jóhann Snær Hannesson, nemandi í plötuvinnu, smíðaði áhugavert verkefni nú á dögunum þegar hann smíðaði festingu fyrir hitablásara sem á að fara í bílinn hjá honum. Hann fann tölvuteikningu af festingu og skar hana síðan út í plasma skurðarvél.
Nemendur í MAG suðu fengu verkefni um að hanna sinn eigin hlut og smíða í síðasta tíma. Hugmyndaauðgi nemenda var mikil eins og sjá má á afrakstrinum. Nemendur notuðu 2 og 4 mm stál og sumir hlutar verkefnanna voru skornir út í plasma skurðarvél.
Virkilega flott verkefni hjá þessum nemendum og skemmtilegt þegar hægt er að vinna að einhverju sem tengist þeirra eigin hugðarefnum.
Myndagallerí






