Líf í borgarholtsskóla

17/04/2023 | Ritstjórn

Nemendur í aflvélavirkjun í heimsóknum

Nemendur í lokaáfanga aflvélavirkjunar hafa verið duglegir að fara í vettvangsferðir í fyrirtæki sem tengist námi þeirra. Fyrir páska var farið í Stálsmiðjuna/Framtak og verkstæði þeirra skoðað. Framtak er stórt fyrirtæki sem sér um að viðhalda stærri hlutum líkt og skipavélum og búnaði fyrir verksmiðjur.

Þann 13. apríl var farið í heimsókn í Klett. Klettur er umboðsaðili fyrir Caterpillar og Scania á Íslandi ásamt því að selja hjólbarða.

Fyrirtækjunum sem heimsótt hafa verið er þakkað kærlega fyrir góðar móttökur og kynninguna á starfsemi sinni.