Líf í borgarholtsskóla

24/03/2023 | Ritstjórn

Heimsókn til Nordhorn í Þýskalandi

Hópur nemenda úr kór Borgarholtsskóla hélt til Nordhorn, Þýskalands vikuna 12 – 18. mars. Guðbjörg Hilmarsdóttir og Flosi Jón Ófeigsson, kennarar á listnámsbraut, fóru fyrir hópnum. Ferðin var styrkt af Erasmus+ og hluti af erlendu samstarfi skólans.

Þema ferðarinnar var Music Connects og höfðu nemendur undirbúið sönglög úr ýmsum kvikmyndum. Móttökuaðili var skólinn Gymnasium Nordhorn og voru 12 nemendur úr kór skólans einnig þátttakendur í verkefninu. Bæði íslensku og þýsku nemendurnir æfðu sömu lög til að syngja saman. Þýsk-íslenski sönghópurinn kom fram á fimm tónleikum – þar á meðal á Charity Gala á vegum skólans.

Mikil ánægja var með móttökur og skipulag verkefnisins og vonast er til að samstarfið haldi áfram.