05/12/2022 | Ritstjórn
Heimsókn í Prentmet Odda

Hópur af nemendum af málm- og véltæknibrautum ásamt kennurum fór í heimsókn til Prentmets Odda á dögunum.
Prentmet Oddi er umhverfisvottað fyrirtæki og öll framleiðsla þeirra kemur úr nytjaskógum. Nemendur skoðuðu tækjakost fyrirtækisins og hvernig þeim er viðhaldið en það er nátengt námi í málmiðngreinum.
Nemendur höfðu virkilega gaman af heimsókninni og er Prentmet Odda þakkað kærlega fyrir góðar móttökur.


