07/02/2023 | Ritstjórn
Gjöf frá BYKO

Fulltrúi BYKO kom í heimsókn í Borgarholtsskóla í síðustu viku. Hann kom færandi hendi þar sem BYKO gaf skólanum skrúfvélar, stingsagir og fleiri handverkfæri til notkunar í kennslu við pípulagnir sem er ný námsbraut í Borgarholtsskóla.
BYKO er þakkað kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun nýtast vel í kennslu.