Líf í borgarholtsskóla

24/04/2023 | Ritstjórn

Gestafyrirlesari í afbrotafræði

Dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, kom í heimsókn föstudaginn 21. mars og flutti fyrirlestur fyrir nemendur í áfanganum FÉL3F05. Viðfangsefni Helga voru netglæpir á Íslandi en nemendur voru mjög áhugasamir um efni fyrirlestrarins. Magnús Einarsson kennir þennan félagsfræðiáfanga en í honum eru kynntar helstu kenningar, sjónarhorn og viðfangsefni afbrotafræðinnar, eða á því sviði sem kallast félagsfræði frávika.

Dr. Helga Gunnlaugssyni er þakkað kærlega fyrir komuna og áhugaverðan fyrirlestur.