Líf í borgarholtsskóla

21/03/2024 | Ritstjórn

Frönskufestival

Ásta Rakel ásamt fulltrúa sendiráðs Frakklands

Ásta Rakel ásamt fulltrúa sendiráðs Frakklands

Miðvikudaginn 20. mars fór fram Frönskufestival í tilefni af 50 ára afmæli félags frönskukennara og alþjóðlegum degi franskrar tungu í Veröld – Húsi Vigdísar. Eva Leplat frönskukennari sótti hátíðina ásamt Ástu Rakel Þrastardóttur nemanda í frönsku. Ásta Rakel tók þátt í myndbandasamkeppni frönskunemanda af því tilefni. Ásta fékk sérstakt hrós frá fulltrúa sendiráðs, Renaud Durville, fyrir flott myndband.