13/12/2022 | Ritstjórn
Fjölbreytt verkefni í málminum

Nemendur í málmiðngreinum hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum á haustönn og búið til ýmiss konar nytjahluti. Þar á meðal eru lampar, kertastjakar og blómavasar.
Verkefnin voru unnin í TIG suðu, MAG suðu, logsuðu og rennismíði. Mismunandi tækni var beitt og sumir hlutirnir voru teiknaðir í teikniforriti og skornir út í tölvustýrðri plasmaskurðarvél.
Nemendur í bílamálun lögðu hönd á plóg því þau máluðu suma gripina. Slík samvinna er alltaf skemmtileg.






