24/11/2022 | Ritstjórn
Borgó á samsýningu framhaldsskólanna

Borgarholtsskóli tekur þessa dagana þátt í Samsýningu framhaldsskólanna sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Markmið sýningarinnar er meðal annars að gefa nemendum tækifæri til að sýna almenningi afrakstur verkefna sinna, mynda tengsl við aðra nemendur og sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði nýsköpunar, hönnunar, lista og verklegra greina í íslensku samfélagi.
Í ár tók Borgarholtsskóli þátt með fjögur verkefni eða fyrirtæki. Fyrirtækin voru HAGL með endurnýtt haglaskot sem breytt var í skotglös (fyrir heilsuskot), Spún með handhæga lausn á pappa- eða plastskeiða „vandanum“, Glasgó með glasamottur úr gallabuxum og Skilurðu sem er fréttamiðill á máli ungmenna. Eitt fyrirtæki frá Borgarholtsskóla vann til verðlauna en það var Skilurðu sem vann verðlaun í flokki samfélagslegrar nýsköpunar.
Verkefnin hjá nemendum Borgarholtsskóla voru virkilega vönduð og Skilurðu er óskað innilega til hamingju með verðlaunin.
Myndagallerí



