Líf í borgarholtsskóla

22/03/2024 | Ritstjórn

Raunfærnimat í Borgarholtsskóla

Raunfærnimat í Borgó

Raunfærnimat í Borgó

Í vor fer fram raunfærnimat í Borgarholtsskóla. Þá gefst fólki með umtalsverða reynslu úr atvinnulífinu kostur á að fá þá hæfni sem það hefur öðlast í starfi metna upp í áfanga á verk- og starfsnámsbrautum skólans. Sótt er um að komast í matið á vef skólans og fer það þannig fram að umsækjandi mætir í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa þar sem farið er yfir starfsreynslu viðkomandi. Að viðtalinu loknu fer fram sjálfsmat undir handleiðslu ráðgjafa og sérfræðinga í faginu sem um ræðir. Loks fer fram matssamtal þar sem farið er yfir hæfni þátttakanda gagnvart hæfniviðmiðum þeirra áfanga sem sjálfsmatið hafði bent til að ástæða væri til að meta.

Að matinu loknu getur þátttakandi sótt um að ljúka náminu við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á viðkomandi námsgrein. 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað um raunfærnimat er að finna hér. Ef spurningar vakna má hafa samband við Söndru Hlín Guðmundsdóttur, náms og starfsráðgjafa. Best er að skrifa henni tölvupóst á sandra.gudmundsdottir@borgo.is eða hringja í síma 535 1700.