Líf í borgarholtsskóla

15/03/2023 | Ritstjórn

3. sætið í smásagnakeppni FEKÍ

Sayed Wahab Hashimi, nemandi á öðru ári í kvikmyndagerð í Borgarholtsskóla, náði þeim frábæra árangri að fá bronsið í smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) í ár með söguna An Activist. Sagan gerist í Afganistan þar sem sögupersónur reyna að lifa af ógnarstjórn Talibana.

Fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn tók Sayed Wahab við verðlaunum fyrir þriðja sætið í flokki framhaldsskóla á Bessastöðum úr hendi Elizu Reid forsetafrúar.

Nemendur Borgarholtsskóla hafa verið einstaklega sigursælir í smásagnasamkeppni FEKÍ og hafa sögur frá þeim nánast alltaf lent í þremur efstu sætunum. Það má því segja að mikill sköpunarkraftur ríki í Borgó á hinum ýmsu sviðum.

Sayed Wahab Hashimi er óskað innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.