Líf í borgarholtsskóla

Náms- og starfsráðgjöf

Sandra Hlín Guðmundsdóttir

Viðtalstímar mánudagar - fimmtudagar klukkan 09:00-15:30 og föstudagar klukkan 09:00-14:00

Kristín Birna Jónasdóttir

Viðtalstímar mánudagar - fimmtudagar klukkan 08:30-15:30 og Föstudagar klukkan 08:30-14:00

S. Systa Sigurðardóttir

Viðtalstímar (skrifstofa á 1. hæð í verknámshúsi B-147) mánudagur - fimmtudagur klukkan 8:30 – 15:30 og föstudagar klukkan 8:30 – 14:00

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi. Náms- og starfsráðgjöfum er ætlað að starfa í þágu nemenda, leita lausna í málum þeirra og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans. Sandra Hlín og Kristín Birna þjóna öllum nemendum skólans en Systa sérhæfir sig í að aðstoða nemendur iðn- og starfsnáms.
Náms- og starfsráðgjafar (Sandra Hlín og Kristín Birna) eru með skrifstofu í stofu 309 á 3. hæð. Systa er með skrifstofa á 1. hæð í verknámshúsi (B-147).

Bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa

Stuðningur náms- og starfsráðgjafa Borgarholtsskóla er m.a. eftirfarandi:

  • Ráðgjöf um vinnubrögð í námi og námsaðferðir.
  • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur í vanda eins og:
    • Lesörðugleika (Dyslexíu), námsleiða, slaka mætingu, kvíða, þunglyndi, vímuefnavanda, langtímaveikindum og fötlun.
  • Námskeið: Námstækninámskeið og hópráðgjöf.
  • Ráðgjöf við náms- og starfsval:
    • Áhugasviðspróf (Bendill og STRONG).
    • Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum.
    • Tengsl við önnur skólastig og atvinnulíf.

 

Uppfært:04/11/2025