Matsala

Fyrirtækið Dagar sér um rekstur mötuneytis fyrir nemendur og starfsfólk skólans.  Leitast er við að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan mat ásamt góðu úrvali af vörum með hollustu í fyrirrúmi, en bætt mataræði nemenda er liður í átakinu heilsueflandi framhaldsskóli . Í anda átaksins mun framboð á sætindum vera í lágmarki og verð á þeim vörum í hærra lagi. 

Opnunartími er mánudaga – föstudaga kl. 07:00 – 15:40 og þá laugardaga sem dreifnám er kl. 08:30 – 15:40.  

Boðið er upp á hafragraut á morgnana.  Í hádeginu er í boði heitur matur sem auglýstur er í upphafi viku , en auk þess er  hægt að velja á milli tveggja annarra rétta, rétta dagsins.

Verðskrá:

  • Hafragrautur frír á morgnanna.
  • Stök máltíð  1.150.-
  • 10 miða kort  10.350.-
  • 20 miða kort  20.700.-
  • Súpa og brauð 550.-
  • Réttur dagsins 950.-
  • Réttur dagsins með drykk 1000.-

25.5.2018