Matsala


Mötuneyti skólans hefur verið opnað en það er takmarkaður fjöldi sæta í matsal. Vegna þess eru nemendur hvattir til þess að taka með sér nesti eða þau sem hafi tök á því fari heim í hádegishléinu.

Mötuneyti er rekið fyrir nemendur og starfsfólk skólans þar sem leitast er við að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan mat í boði. Á morgnana er boðið upp á hafragraut og í hádeginu er í boði heitur matur en matseðill vikunnar er auglýstur í upphafi viku. 

Opnunartími mötuneytisins er mánudaga – föstudaga kl. 08:00 – 15:10 og þá laugardaga sem dreifnám er kl. 08:00 – 15:30.


8.1.2021