Líf í borgarholtsskóla

Samskipti

Áætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO)

Ábendingar um einelti, áreitni eða ofbeldi

 

Samskiptasamningur

Samskiptasamningurinn hér að neðan er byggður á fyrirmynd frá Landlæknisembættinu.

Samskiptasólin er hönnun Kristínar Maríu Ingimarsdóttur, sem er grafískur hönnuður og kennari á listnámsbraut en orðin, sem notuð eru, voru ákveðin af öllu starfsfólki skólans á starfsdögum vorið 2022.

Jákvætt viðmót og virðing

Við berum virðingu fyrir þeim sem til okkar leita og hvert fyrir öðru með því að sýna tillitssemi, kurteisi, góðvild, umburðarlyndi og sanngirni. Við högum samskiptum okkar í samræmi við grunngildi skólans og erum þannig góðar fyrirmyndir. Við vöndum okkur í samskiptum.

  • Við bjóðum ávallt góðan dag, kveðjum í lok dags og þökkum fyrir okkur.
  • Við virðum rétt til mismunandi skoðana.
  • Við komum fram við alla sem jafningja.
  • Við komum fram af heilindum og gerum ráð fyrir að fólk vilji vel.
  • Við tölum vel um hvert annað.
  • Við ástundum opin og uppbyggileg samskipti og fyrirgefum mistök.
  • Við tökum okkur ekki of alvarlega.
  • Við erum jákvæð og komum með góða skapið, gleði og glettni í vinnuna.
  • Við leggjum okkur fram um að ganga frá eftir okkur og sýnum snyrtimennsku í allri umgengni.

Jafnræði og fagmennska

Við leggjum okkur fram í störfum okkar og gætum jafnræðis í hvívetna. Við erum öll í sama liði; við hjálpumst að, við stöndum saman, við styðjum hvert annað, treystum hvert öðru og höldum góðu upplýsingaflæði.

  • Við förum vel með eigin tíma og tíma annarra.
  • Við getum leitað til hvers annars.
  • Við berum virðingu fyrir þekkingu, kunnáttu og störfum hvers annars.
  • Við mætum hverju öðru og verkefnum með jákvæðni, umburðarlyndi og sveigjanleika.

Umhyggja og skilningur

Við látum vita af því sem vel gengur, hrósum af einlægni fyrir vel unnin störf og gott viðmót og hvetjum hvert annað. Við erum hreinskilin og heiðarleg hvert við annað, bendum á það sem betur má fara með uppbyggilegum hætti og erum vakandi fyrir líðan samstarfsfélaga.

  • Við sýnum mildi og æðruleysi og veitum hverju öðru stuðning og umhyggju þegar á þarf að halda.
  • Við getum leitað til hvers annars.
  • Við berum virðingu fyrir þekkingu, kunnáttu og störfum hvers annars.
  • Við mætum hverju öðru og verkefnum með jákvæðni, umburðarlyndi og sveigjanleika.

Uppfært: 07/03/2023