Líf í borgarholtsskóla

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun

Byrjar: 15/09/2025

Endar: 17/09/2025

Borgarholtsskóli heldur undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun. Á námskeiðinu verður farið yfir þá verklegu þætti sem prófað verður úr í sveinsprófinu.  Á fyrsta deginum verður farið í bilanagreiningu og slitmælingu, á öðrum degi verður farið í suðuæfingar og á þriðja degi verður farið yfir smíðahluti í rennibekk og fræsivél.

Heildarverð fyrir námskeiðið er 57.000kr en hægt er að taka einn eða fleiri námsþætti úr námskeiðinu og þá er greitt fyrir hvern námsþátt 19.000kr.

Mánudagur 15.september 18:00-22:00.  Umsjón Jóhann Pálsson

Þriðjudagur 16.september 18:00-22:00.  Umsjón Hörður Harðarson

Miðvikudagur 17.september 18:00-22:00.  Umsjón Ellert Danelíusson

 

Umsjónaraðili er Ellert Danelíusson og umsóknir berast á tölvupóstfangið ellert.daneliusson@borgo.is