Líf í borgarholtsskóla

Tropical ball

Byrjar: 11/09/2025

Nýnemaball Borgó, Tæknó, FÁ, FB og FMOS – Tropical Ballið – fer fram miðvikudaginn 10. september!

Staðsetning: VÍKIN – Víkingsheimilið, Traðarland 1, Fossvogur
Tími: Húsið opnar kl. 22:00, lokað fyrir inngöngu kl. 23:00 – balli lýkur kl. 01:00


Miðasala

Miðaverð fyrir nemendur Borgarholtsskóla: 4.990 kr.
INNANSKÓLA – Hlekkur á miðasölu

Viltu bjóða gesti?

Nemendur geta boðið einni manneskju úr öðrum framhaldsskóla. Gesturinn er á ábyrgð nemandans og þarf að skrá kennitölu viðkomandi við miðakaup.
Miðasala fyrir gesti opnar föstudaginn 5. september kl. 10:00.
Verð fyrir gesti: 5.990 kr.


Öryggi og umsjón

Forvarnarteymi Borgarholtsskóla verður á staðnum ásamt öflugri öryggisgæslu frá GO öryggi en einnig verður heilbrigðisstarfsfólks í sjúkraherbergi á staðnum.
Foreldrum og forsjáraðilum er eindregið bent á að sækja börn sín eftir ballið.

Á ballinu er ekki leyfilegt að koma með:
– Tóbak, nikótínpúða, rafrettur
– Vökva (t.d. ilmvatn eða drykki) – öll slík vara verður gerð upptæk og fargað


Edrúpottur og ábyrg hegðun

Þau sem mæta edrú og blása í mæli fara í edrúpottinn, en dregið verður úr Edrúpottinum eftir ballið. Vegleg verðlaun í boði!

Ölvun ógildir miðann.


Ofbeldi með öllu ólíðandi

Á viðburðum NFBHS er allt ofbeldi ólíðandi. Ekkert umburðarlyndi er fyrir móðgandi eða særandi athugasemdum um útlit fólks, kynþátt eða kynhneigð/kynvitund.