Líf í borgarholtsskóla

Smásagnakeppni FEKÍ

Byrjar: 10/10/2023

Endar: 22/11/2023

FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, efnir til árlegrar smásagnakeppni á ensku fyrir framhaldsskóla og eru allir nemendur í Borgarholtsskóla hvattir til þess að taka þátt. Þemað í ár er JOURNEY og sagan á að vera að hámarki 3000 orð.

Skilafrestur er til 22. nóvember og eru þátttakendur beðnir um að senda söguna sína til einhvers enskukennara skólans (athugið að nemendur þurfa ekki að vera í enskuáfanga á önninni til þess að taka þátt).

FEKÍ veitir verðlaun fyrir bestu sögurnar, auk þess sem enskudeild Borgarholtsskóla veitir verðlaun fyrir þær sögur sem þótt hafa skarað fram úr í skólanum. Borgarholtsskóli hefur verið sigursæll í keppninni undanfarin ár. Þess ber að geta að verðlaunaafhending fyrir bestu sögur landsins mun fara fram að Bessastöðum og forsetafrúin sjálf, Eliza Reid, afhendir verðlaunin að viðstöddum öðrum verðlaunahöfum og aðstandendum.