Menningarsjóður Sérnámsbrautar Borgarholtsskóla

Gjafabréf og skipulagsskrá.

1.gr.

Sjóðurinn heitir Menningarsjóður Sérnámsbrautar Borgarholtsskóla. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík. Sjóðurinn er í vörslu Borgarholtsskóla.

Stofnandi sjóðsins með framlagi sínu

kr. 500.000.- FIMM HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓNUR

er

Ása Björk Gísladóttir, fyrrum nemandi Sérnámsbrautar.

2.gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla menningartengsl nemenda í Sérnámsbraut skólans með heimsóknum á menningaratburði, öflun menningartilboða til skólans, kostunar listamanna innan íslenskrar og alþjóðlegrar menningar sem komið gætu að menningarframlagi við skólann eða með hverjum þeim hætti sem sjóðsstjórn finnur markvissan til eflingar menningartengsla nemenda Sérnámsbrautar. Kostur er að aðrir nemendur og starfsmenn skólans geti, þegar svo háttar, einnig notið þess menningarframlags, sem afrakstur sjóðsins gerir mögulegt.

3. gr.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn. Skal einn sitja í yfirstjórn skólans og skal sá vera formaður. Aðrir stjórnarmenn skulu annars vegar vera kennslustjóri Sérnámsbrautar og hins vegar sá kennari er helst kemur að þeim námsþáttum sem falla undir verk- og listgreinar og lífsleikni.

4.gr.

Stjórn sjóðsins skal ávaxta eignir hans með tryggum hætti. Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög velunnara hans og skal stjórn hans vekja athygli á tilvist hans meðal aðstandenda nemenda Sérnámsbrautar og annarra er ætla mætti velunnara hans. Stjórn sjóðsins gerir skólastjórn Borgarholtsskóla grein fyrir stöðu hans á hverjum tíma. Reikningsár Menningarsjóðs Sérnámsbrautar Borgarholtsskóla er skólaárið.

5. gr.

Samhljóða samþykki sjóðsstjórnar þarf til að breyta skipulagsskrá þessari. Bresti forsendur sjóðsins s.s. með hugsanlegri niðurlagninu Sérnámsbratuar við skólann má legga sjóðinn niður en eignir hans skulu þá renna til almennrar menningarstarfsemi Borgarholtsskóla.

Staðfest og samþykkt á 10 ára afmælishátíð Borgarholtsskóla 2. september 2006

                                       Ása Björk Gísladóttir                               Bryndís Sigurjónsdóttir   
                                         sjóðsstofnandi                                       aðstoðarskólameistari