Sérnámsbraut

Sérnámsbraut er ætluð nemendum sem þurfa sérhæft einstaklingsmiðað nám sem mætir færni þeirra og áhuga.

Nám á sérnámsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla. Sérnámsbraut er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft einstaklingsmiðað nám er mætir færni þeirra og áhuga.  Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja með umsókn á sérnámsbraut. 

Boðið er upp á fjögurra ára nám þar sem á fyrsta og öðru ári er lögð áhersla á að viðhalda og bæta við þá færni og þekkingu sem fyrir er, en á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur fara í starfskynningar og starfsþjálfun.

Fréttir af sérnámsbraut.