Líf í borgarholtsskóla

Pípulagnir

Markmið náms í pípulögnum er að gera nemendum kleift að vinna sjálfstætt að verkefnum sem iðngreininni tilheyra og leiðbeina öðrum. Mikilvægur þáttur í náminu er að efla sjálfsskilning, lýðræðislega hugsun og siðvitund nemenda þannig að þau séu undir það búin að sinna samfélagslegum skyldum sínum. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa við pípulagnir og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Eftir námið er gert ráð fyrir að viðkomandi kunni skil á helstu eiginleikum og verkan efna og tækja og geti valið þau eftir verkefnum. Viðkomandi getur lagt vatnshitakerfi og neysluvatnskerfi innanhúss og ýmis sérhæfð lagnakerfi, lagt frárennsliskerfi innanhúss og í jörðu, sett upp og tengt hreinlætis- og heimilistæki og sett upp og stillt búnað í tækjaklefum. Pípari getur annast viðhald og viðgerðir á lagnakerfum og búnaði tengdum þeim. Pípari getur leiðbeint húseigendum um val á efnum í nýbyggingum og við viðhald. Pípulagnir er löggilt iðngrein.

Nemendur geta lokið þeim hluta námsins sem kenndur er í skóla (120 einingum) á tveimur námsárum. Að þeim tíma loknum tekur við starfþjálfun á vinnumarkaði sem metin er til 60 eininga. Loks er gert ráð fyrir að nemendur taki sveinspróf í pípulögnum.

Nemendur geta útskrifast að loknu starfsnámi eða að loknu starfsnámi og stúdentsprófi. Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru neðst á síðunni undir kaflanum Viðbótarnám til stúdentsprófs.

Grunnur

* Nemendur með A, B eða hærra en 7,0 í grunnskólaeinkunn þurfa ekki að taka þennan áfanga.

** Nemendur með A, B eða hærra en 7.0 í grunnskólaeinkunn í stærðfræði eða hafa lokið STÆ1A05 eða sambærilegum áfanga þurfa ekki að taka þennan áfanga.

*** Nemendur þurfa að taka tvær einingar í íþróttum til viðbótar við þær sem eru í kjarna. Nemendur geta valið milli eftirfarandi áfanga: RÆK1A01 – ræktin, JÓG1A01 – jóga, KÖR1A01 – körfubolti, FÓT1A01 – fótbolti og ÚTI1A01 – útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.

Sérgreinar

Starfsþjálfun

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4
StarfsþjálfunSTP2A30STP3A30

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs þurfa að taka eftirfarandi:

Kjarni

Nemendur þurfa að taka alla áfangana í kjarna

Bundið áfangaval

Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsfræði, náttúrufræði eða sögu sem viðbót (5 einingar).

Frjálst val

Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 ein sem þarf til stúdentsprófs. Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.

Uppfært: 05/02/2024