Leikskólaliðar
Námsbraut fyrir leikskólaliða er skipulögð sem fimm anna nám og endar með útskrift. Í upphafi samanstendur námið af áföngum sem mynda kjarna á félagsvirkni- og uppeldissviði. Þegar á líður eykst hlutfall sérgreina og á síðustu tveimur önnunum koma til starfsþjálfunaráfangar sem m.a. fara fram í formi vinnustaðanáms. Til þess að koma til móts við þarfir fólks með langa starfsreynslu er boðið upp á svokallað brúarnám á leikskólaliðabraut Borgarholtsskóla þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur.
Námsbraut fyrir leikskólaliða samanstendur af 27 námsáföngum sem samtals eru 116 ein.
Nemendur geta útskrifast að loknu starfsnámi eða að loknu starfsnámi og stúdentsprófi.
Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru feitletraðir.
Kjarnagreinar
Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs taka alla kjarnaáfanga, þeir sem taka brautina til starfsmenntunar sleppa feitletruðum áföngum.
Heiti | Áfangi |
---|---|
Danska | DAN2A05 |
Einstaklingur, fjölskylda og samfélag | FJF1A05 |
Enska | ENS1A05 *, ENS2A05 , ENS2B05 |
Fatlanir | FTL1A05 |
Félagsfræði | FÉL1A05 |
Gagnrýnin hugsun og siðfræði | GHS2A05 |
Heilsa og lífsstíll | HLÍ1A05 |
Hegðun og atferlismótun | HOA2A05 |
Íslenska | ÍSL1A05 *, ÍSL2A05 , ÍSL2B05 , ÍSL3A05*** , ÍSL3B05***, ÍSL3C05 *** |
Íslenskar barnabókmenntir | ÍSL2C05 |
Íþróttir | LÍL1A01, LíL1B01, + þrjár einingar í íþr** |
Kynjafræði |
KYN2A05 |
Leikur sem náms og þroskaleið | LEN2A05 |
Næringarfræði | NÆR2A05 |
Samvinna og samskipti | SAS1A05 |
Sálfræði - þroskasálfræði | SÁL3A05 |
Skapandi starf | SPS1A05 |
Skyndihjálp | SKY2A01 |
Stærðfræði | DÆD1A05 *, STÆ2A05 , STÆ2C05 |
Uppeldisfræði | UPP2A05 |
Uppeldisfræði | UPP3A05 |
Upplýsingatækni | UTN2A05 |
Vinnan og vinnuumhverfið | VUM1A05 |
Vinnustaðanám 1 | VIN2A10 |
Vinnustaðanám 2 | VIN3A10 |
Þroski og hreyfing | ÞRO2A05 |
* Nemendur með A, B eða hærra en 7,0 í grunnskólaeinkunn þurfa ekki að taka þennan áfanga.
** Nemendur geta valið milli eftirfarandi áfanga eftir að þeir hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01: RÆK1A01 - ræktin, JÓG1A01 - jóga, KÖR1A01 - körfubolti, FÓT1A01 - fótbolti og ÚTI1A01 - útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.
*** Nemendur sem ætla að ljúka stúdentsprófi velja tvo áfanga í íslensku á 3. hæfniþrepi.
Bundið áfangaval fyrir þá sem taka viðbótarnám til stúdentsprófs
Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsvísindi, náttúruvísindi eða sögu sem viðbót (5 ein.).
Heiti | Áfangi |
---|---|
Enska | ENS3A05 , ENS3B05, ENS3C05 , ENS3D05 ENS3E05 |
Stærðfræði | STÆ3D05 |
Félagsfræði | FÉL2A05 |
Náttúruvísindi | NÁT1A05 , NÁT2A05 , NÁT2B05 |
Saga | SAG2A05 |
Frjálst val
Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 ein sem þarf til stúdentsprófs. Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.
13.9.2022