Félagsliðar

Nám fyrir félagsliða er skipulagt sem þriggja ára nám og endar með útskrift. Í upphafi samanstendur námið af áföngum sem mynda kjarna á félagsvirkni- og uppeldissviði. Er á líður eykst hlutfall sérgreina námsins og á síðustu tveimur önnunum koma til starfsþjálfunaráfangar sem m.a. fara fram í formi vinnustaðanáms.  Til að koma til móts við fólk með langa starfsreynslu hefur verið boðið upp á nám á félagsliðabrú þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur.

Nemendur velja á milli áherslu á starf með fötluðum eða öldruðum.

Hægt er að velja tvær leiðir til lokaprófs, annað hvort sem starfsnám og/eða til stúdentsprófs.  Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru feitletraðir.

Kjarnagreinar

Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs taka alla kjarnaáfanga, þeir sem taka brautina til starfsmenntunar sleppa feitletruðum áföngum.

Fag Áfangaheiti
Aðstoð og umönnun ASU2A05
Danska DAN2A05 
Enska ENS1A05 *, ENS23305 , ENS2A05 
Fatlanir FTL1A05
Fatlanir og samfélag **
FTL2B05 **
Fatlanir, viðhorf og þjónusta **
FTL3A05 **
Félagsleg virkni FÉV2A05
Félagsleg virkni og starfsendurhæfing
FÉV3A05
Fjölskyldan, einstaklingur og samfélag
FJF1A05
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta FJF2A05
Fjölskyldan og sálgæsla FJF3A05
Gagnrýnin hugsun og siðfræði GHS2A05
Heilsa og lífsstíll HLÍ1A05
Hússtjórn og matreiðsla HÚS2A05
Íslenska ÍSL1A05 *, ÍSL2F05 , ÍSL3RT05 , ÍSL2A05  , ÍSL3A05
Íþróttir LÍL1A01, LÍL1B01, þrjár einingar í íþr***
Kynjafræði
KYN2A05
Lyf og líkamleg umönnun LYF2A05
Næringarfræði NÆR2A05
Óhefðbundin samskipti
SAM2A05
Samskipti og samstarf SAS1A05
Sálfræði - hegðun og atferlismótun
HOA2A05
Sálfræði - þroskasálfræði SÁL3A05 
Sálfræði - geðsálfræði SÁL3B05
Sálfræði - félagssálfræði
SÁL3D05
Sálfræði - geðheilbrigði og samfélag
HBF3B05
Skyndihjálp SKY2A01
Stjórn, hagur og siðfræði
SHS3A05
Stærðfræði DÆD1A05 *, STÆ2C05 , STÆ2A05
Uppeldisfræði UPP2A05
Upplýsingatækni UTN2A05
Vinnan og vinnuumhverfið VUM1A05
Vinnustaðanám 1 VIN2A15
Vinnustaðanám 2 VIN3A05
Starfsþjálfun STÞF3A20
Öldrun
ÖLD1A05
Öldrun og samfélag ** ÖLD2B05 **
Öldrun og lífsgæði **
ÖLD3B05 **

*Nemendur með A eða B í íslensku, ensku og/eða stærðfræði velja 1. eða 3. þreps áfanga til þess að taka í stað 1A05. 1. þreps áfangar í kjarnagreinum (ísl, ens, stæ) teljast ekki til eininga.
**Nemendur velja annað  hvort öldrunarlínu eða fötlunarlínu.
*** Nemendur geta valið milli eftirfarandi áfanga eftir að þeir hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01: RÆK1A01 - ræktin, JÓG1A01 - jóga, KÖR1A01 - körfubolti, FÓT1A01 - fótbolti og ÚTI1A01 - útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.

Bundið áfangaval fyrir þá sem taka viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsvísindi, náttúruvísindi eða sögu sem viðbót (5 ein.).

Fag Áfangaheiti
Enska ENS3A05 . ENS3B05
Stærðfræði STÆ3A05 , STÆ3B05 , STÆ3C05
Félagsvísindi FÉL2A05
Náttúruvísindi NÁT1A05 , NÁT2A05 , NÁT2B05
Saga SAG2A05

Frjálst val

Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 ein sem þarf til stúdentsprófs.  Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66,  einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.

5.10.2021