Líf í borgarholtsskóla

Félagsliðar - brú

Nám fyrir félagsliða veitir undirstöðuþekkingu til að efla lífsgæði einstaklinga sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers kona áfalla, þurfa á sérstökum stuðningi að halda.

Brúarnám í dreifnámi

Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 200-240 klukkustunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.

Fötlunar- eða öldrunarlína

* Nemendur með A, B eða hærra en 7,0 í grunnskólaeinkunn þurfa ekki að taka þessa áfanga.

**Nemendur velja annað hvort öldrunarlínu eða fötlunarlínu.
Fötlunarlína: FTL2B05 og FTL3A05
Öldrunarlína: ÖLD2B05 og ÖLD3B05

***Nemendur með starfsreynslu geta farið í raunfærnimat til að fá áfangann metinn. Einnig er hægt að fara í raunfærnimat í fleiri áföngum ef nemendur telja sig hafa faglega þekkingu á viðkomandi áfanga. Haft er samband við deildarstjóra til að sækja um slík. Deildarstjóri félagsvirkni- og uppeldissviðs er Hermína Huld Hilmarsdóttir.

Uppfært: 16/02/2024