Náttúrufræðibraut

Á náttúrufræðibraut öðlast nemendur haldgóða menntun í grunngreinum náttúruvísinda ásamt því að hljóta víðtæka almenna menntun. Námið er skilgreint á þriðja hæfniþrepi og lýkur með stúdentsprófi.

Sérstök rækt er lögð við að nemendur öðlist góð tök á stærðfræði. Er færni í stærðfræði m.a. þjálfuð með því að gefa nemendum kost á að tengja viðfangsefni náttúruvísinda við verkfæri stærðfræðinnar. Nemendum gefst einnig kostur á að styrkja grunn sinn í tungumálum og íslensku með því að velja þessar greinar á kjörsviði eða í frjálsu vali.

Nám á náttúrufræðibraut er ákjósanlegur undirbúningur fyrir ýmsar stærðfræðitengdar háskólagreinar. Má þar nefna verk- og tæknifræði, tölvunarfræði, landfræði, hagfræði og lyfjafræði auk hinna hefðbundnu raungreina.

Lokaverkefni nemenda á náttúrufræðibraut snýst að miklu leyti um nýsköpun og frumkvöðlafræði. Auk þess kynnast nemendur þeirri hugmyndafræði víða í námi sínu á brautinni.

Nemendur á náttúrufræðibraut sem eru á afreksíþróttabraut fara eftir brautarlýsingu á afreksíþróttasviði.

Grunnur (105 ein.)

  1. ár 2. ár 3. ár Ein.
Fag Haust Vor Haust Vor Haust Vor 105
Danska     DAN2A05       5
Enska ENS2A05 ENS2B05 ENS3A05*       15
Félagsfræði       FÉL1A05      5
Íslenska ÍSL2A05 ÍSL2B05   ÍSL3A05   ÍSL3B05 20
Íþróttir LÍL1A01 LÍL1B01

Íþróttir**

Íþróttir**

Íþróttir**

Íþróttir**  6
Kynjafræði         KYN2A05      5
Lífsleikni LKN1A03 LKN1B02         5
Náttúrufræði NÁT1A05 / NÁT2A05 NÁT2B05         15
Nýsköpun og frumkvöðlamennt       NÝS2A02 NÝS2B02 NÝS3A05 9
Saga SAG2A05          SAG2B05  10
 Stærðfræði  STÆ2A05  STÆ2B05          10

* Í stað ENS3A05 má taka aðra enskuáfanga á þriðja þrepi: ENS3B05 , ENS3C05 , ENS3D05 , ENS3E05.
** Nemendur geta valið milli eftirfarandi áfanga eftir að þeir hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01: RÆK1A01 - ræktin, JÓG1A01 - jóga, KÖR1A01 - körfubolti, FÓT1A01 - fótbolti og ÚTI1A01 - útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.

Kjarni náttúrufræðibrautar (35 ein.)

  1. ár 2. ár 3. ár Ein.
Fag Haust Vor Haust Vor Haust Vor 35
 Eðlisfræði    EÐL2A05          5
 Efnafræði      EFN2A05        5
 Jarðfræði        JAR2A05      5
 Líffræði      LÍF2A05        5
 Stærðfræði      STÆ3A05  STÆ3B05  STÆ3C05    15

Bundið pakkaval (20 ein.)

  1. ár 2. ár 3. ár Ein.
Fag Haust Vor Haust Vor Haust Vor 20
 Franska   FRA1A05  FRA1B05  FRA1C05  FRA2A05    20
 Þýska   ÞÝS1A05 ÞÝS1B05  ÞÝS1C05  ÞÝS2A05    20

Nemendur geta valið hvenær áfangar af kjörsviðum eru teknir.

Kjörsvið allra brauta (5 ein.)

 Fag  Áfangaheiti
 Franska  FRA2B05
 Þýska  ÞÝS2B05
 Danska  DAN2B05, DAN2C05,
 Enska  ENS3C05, ENS3C05, ENS3C05,

Kjörsvið náttúrufræðibrautar (25 ein.)

 Fag  Áfangaheiti
Eðlisfræði EÐL2B05, EÐL3A05
Efnafræði EFN2B05, EFN3A05
Forritun
FOR2A05, FOR2B05 , FOR3A05
Jarðfræði JAR2B05, JAR3A05
Líffræði LÍF2B05, LÍF3A05, LÍF3B05
Sálfræði SÁL2A05, SÁL3A05, SÁL3B05.
Stærðfræði STÆ3E05, STÆ3F05, STÆ3G05
Stærðfræði (tölfræði) STÆ2C05, STÆ3D05

Frjálst val: 10 ein.

Samtals 200 ein.

17.11.2022