Líf í borgarholtsskóla

Bílamálun

Þessi vefsíða er birt með fyrirvara um breytingar þar sem námskráin er enn í vinnslu.

Í bíliðngreinum blandast saman nútíma tölvu- og hátækni og hefðbundið handverk. Fagmenn í greinunum vinna fjölbreytt störf m.a. við viðgerðir, viðhald og nýsmíði bifreiða og vinnuvéla af öllu tagi.

Bílamálarar starfa við að undirbúa bifreiðar fyrir sprautun og að sprauta þær. Nám í bílamálun veitir nemendum undirbúning undir sérhæfð störf við viðgerðir og viðhald bifreiða. Náminu er einnig ætlað að veita undirbúning undir þátttöku í íslensku samfélagi og frekara nám, sérstaklega á sviði verk- og tæknigreina.

Bílamálari er lögverndað starfsheiti og bílamálun lögvernduð iðngrein.

Nemendur geta útskrifast að loknu starfsnámi eða að loknu starfsnámi og stúdentsprófi. Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru neðst á síðunni undir kaflanum Viðbótarnám til stúdentsprófs.

Grunnur

FagÁfangaheiti
BílgreinarBÍL1A01
GrunnteikningGRT1A05
EnskaENS1A05* ENS2C05
Efnisfræði málmiðnaEFM1A05
HlífðargassuðaMAG2A05
IðnreikningurIRM1A05** IRM2A05
ÍslenskaÍSL1A05* ÍSL2A05
ÍþróttirLÍL1A05 LÍL1B05
KynjafræðiKYN2A05
LífsleikniLKN1A03 LKN1B02
PlötuvinnaPLV1A05
TIG-suðaTIG2A05

*Nemendur með A, B eða hærra en 7,0 í grunnskólaeinkunn þurfa ekki að taka þennan áfanga.

**Nemendur með A, B eða hærra en 7.0 í grunnskólaeinkunn í stærðfræði eða hafa lokið STÆ1A05 þurfa ekki að taka þennan áfanga.

Sérgreinar

2. ár3. ár
Fag3. önn4. önn5. önn6. önn
Efnisfræði bílamálaraEBM2A01
Íþróttir ***
Litafræði í bílamálunLIT1A05
LokaverkefniLBM1A03LVB3A03
Mössun, frágangur og gæðastjórnunMFG3A03
Plastviðgerðir - grunnurPVG2A03
Rekstrartækni og gæðastjórnunROG2A03
SkyndihjálpSKY2A01
Spraututækni og mælingarSPM2A05
Teikning og hönnunTEH2A05
TjónamatTJM3A03
Undirvinna - grunnurUGR1A05
Verkstæðisfræði bílamálaraVSM2A01
Vinnuaðferðir og tækniVOT2A05 VOT2B05VOT2C05 VOT3A05VOT3B05 VOT3C05
Yfirborðsmeðhöndlun í iðnaðiYMI2A05

***Nemendur þurfa að taka tvær einingar í íþróttum til viðbótar við þær sem eru í kjarna. Nemendur geta valið á milli eftirfarandi áfanga: RÆK1A01 – ræktin, JÓG1A01 – jóga, KÖR1A01 – körfubolti, FÓT1A01 – fótbolti og ÚTI1A01 – útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.

Starfsþjálfun

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3
StarfsþjálfunVSN1AVSN2AVSN3A

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs þurfa að taka eftirfarandi:

Kjarni

Nemendur þurfa að taka alla áfangana í kjarna.

FagÁfangi
Danska DAN2A05
EnskaENS2B05
ÍslenskaÍSL2B05, ÍSL3A05, ÍSL3B05
StærðfræðiSTÆ2A05, STÆ2C05

Bundið áfangaval

Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsfræði, náttúrufræði eða sögu sem viðbót (5 einingar).

FagÁfangi
EnskaENS3A05, ENS3B05, ENS3C05, ENS3D05, ENS3E05
StærðfræðiSTÆ3A05, STÆ3B05, STÆ3C05
FélagsfræðiFÉL1A05
NáttúrufræðiNÁT1A05
SagaSAG2A05

Frjálst val

Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 einingar sem þarf til stúdentsprófs. Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.

Uppfært: 03/02/2023