Líf í borgarholtsskóla

05/05/2023 | Ritstjórn

Verkefni í mörkun

Tillögur fyrir brautir skólans

Tillögur fyrir brautir skólans

Nemendur í mörkun, GRH2B05, hafa unnið að verkefnum sem snúa að hugmyndum um skólann og skólaumhverfið. Var verkefnið unnið undir stjórn Ragnhildar Ragnarsdóttur, kennara á listnámsbraut. Nemendur voru með kynningu á verkefnum sínum fimmtudaginn 4. maí. Þar kynntu þau ýmsar tillögur og hugmyndir sem þau höfðu unnið um bætt skólaumhverfi. Meðal þeirra hugmynda sem fram komu voru að gert yrði kort til að hjálpa fólki að rata betur um skólann, ný uppsetningu á matsalnum og að gerður yrði fáni til að auðkenna skólann.

Kynningar nemenda voru vandaðar og margar flottar og athyglisverðar hugmyndir komu fram.