Líf í borgarholtsskóla

14/05/2024 | Ritstjórn

Útskriftarsýning nemenda í kvikmyndagerð

Nemendur á tröppum Bíó Paradísar

Nemendur á tröppum Bíó Paradísar

Lokaverkefni nemenda á þriðja ári í kvikmyndagerð voru frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 11. maí. Það voru 8 nemendur sem sýndu verk sín en þau eru unnin undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar, Þiðriks Christians Emilssonar, Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og Curver Thoroddsens kennara á listnámsbraut.

Sýndar voru myndirnar:

Dans á rósum – Íris Þöll Hróbjartsdóttir
Gísli gísl – Óliver Tumi Auðunsson
Skuggi – Orri Guðmundsson
Blóðhefnd – Reynir Snær Skarphéðinsson
Leitin að Ásgarði – Símon Gabríel Gunnarsson
Sápa – Ísak Magnússon
Fundur – Árni Snorrason
Palli og Elmar skíta uppá bak – Elmar Sölvi Steinarsson

 

Nemendum og kennurum er óskað kærlega til hamingju með frábærar myndir og góða vinnu.