12/08/2025 | Ritstjórn
Upphaf haustannar 2025

Nú líður að upphafi haustannar en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu hjá nemendum í dagsskóla þriðjudaginn 19. ágúst. Stundatöflur og námsgagnalista er að finna á námsvefnum www.inna.is. Stundatöflur verða aðgengilegar frá og með 14. ágúst.
Mánudaginn 18. ágúst kl. 09:00 til 14:00 er nýnemadagur en þá mæta nýnemar, fá kynningu á skólanum og hitta umsjónarkennara sína. Það er engin hefðbundin kennsla þennan dag.
Sama dag kl. 16:30 er foreldrum og forráðafólk nýnema boðið á sal þar sem þau fá kynningu á skólanum og starfsemi hans.
Þriðjudaginn 19. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í dagskóla. Nemendur sem hyggja á útskrift á komandi skólaári geta þann dag fengið ráðgjöf varðandi útskrift hjá áfangastjóra og/eða sviðsstjórum.
Þriðjudaginn 19. ágúst hefst einnig kennsla í kvöldskóla í málmiðngreinum.
Fimmtudaginn 28. ágúst, kl. 17:00 verður kynning fyrir dreifnámsnemendur á Zoom.
Föstudaginn 29. ágúst hefst kennsla í dreifnámi með fyrstu staðlotu annarinnar.