Líf í borgarholtsskóla

12/05/2025 | Ritstjórn

Sýning lokaverkefna í kvikmyndagerð

Nemendurnir með rósir sem þau fengu að sýningu lokinni

Nemendurnir með rósir sem þau fengu að sýningu lokinni

Laugardaginn 10. maí fór fram sýning á lokaverkefnum útskriftarnema í kvikmyndagerð. Sjö myndir voru sýndar og húsfyllir var í Bíó Paradís þar sem sýningin fór fram. Myndirnar voru vandaðar og greinilegt að nemendur hafa lagt gríðarlega vinnu í þessi verkefni. Verkefnin er unnin undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar, Þiðriks Christians Emilssonar, Curvers Thoroddsen og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur kennara á listnámsbraut.

Sýndar voru myndirnar:

Grjót – Freyja Rún Friðriksdóttir
Andlát – Ísabella Breiðdal
Kítl – Inga Malen Andersen
Mold – Jóhannes Axel Jónsson
Óreiða – Ísold Hekla Þórðardóttir
Áskorun – Arnar Már Atlason
Rottur – Fríða Dís Möller