Líf í borgarholtsskóla

23/01/2024 | Ritstjórn

Sló íslandsmet í keilu á Reykjavíkurleikunum

Mikael Aron. Myndin er af facebook síðu Reykjavíkurleikanna.

Mikael Aron. Myndin er af facebook síðu Reykjavíkurleikanna.

Mikael Aron Vilhelmsson, nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla, sló á dögunum Íslandsmet í keilu á Reykjavíkurleikunum.

Hann fékk samtals 1558 stig en niðurstaðan úr sex leikjum Mikaels var 289, 265, 213, 269, 265 og 257. Mikael sló jafnframt fjögur Íslandsmet í flokki sautján til átján ára en Mikael hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn sama dag og keppnin fór fram.

Mikael Aroni er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur og ljóst er að framtíðin er björt.