14/05/2025 | Ritstjórn
Sirkussýning fyrir leikskólabörn

Leikskólabörnin fylgjast áhugasöm með
Lokasýning LEI1C05 (leiktækni, sirkus og sviðsbardagatækni) fór fram 12. maí. Nicholas Arthur Candy og Guðmundur Elías Knudsen kenna LEI1C05. Sýningin fór fram í leikskólanum Engjaborg, rétt hjá Borgarholtsskóla. Þar voru elstu deildir leikskólans úti í leik og var börnunum smalað saman til að fylgjast með. Þau, ásamt starfsfólki, horfðu á atriðin og tóku einnig þátt í stuttri sýnikennslu að því loknu. Farið var yfir djögl, snúningsdiska og jafnvægisæfingar.
Þetta var mjög vel heppnuð sýning og öll skemmtu sér konunglega – bæði leikskólabörnin og nemendurnir.
Myndagallerí

Nemendur stóðu sig mjög vel

Leikskólabörnin fengu að spreyta sig á þrautum með nemendum