Líf í borgarholtsskóla

14/05/2025 | Ritstjórn

Sirkussýning fyrir leikskólabörn

Leikskólabörnin fylgjast áhugasöm með

Leikskólabörnin fylgjast áhugasöm með

Lokasýning LEI1C05 (leiktækni, sirkus og sviðsbardagatækni) fór fram 12. maí. Nicholas Arthur Candy og Guðmundur Elías Knudsen kenna LEI1C05. Sýningin fór fram í leikskólanum Engjaborg, rétt hjá Borgarholtsskóla. Þar voru elstu deildir leikskólans úti í leik og var börnunum smalað saman til að fylgjast með. Þau, ásamt starfsfólki, horfðu á atriðin og tóku einnig þátt í stuttri sýnikennslu að því loknu. Farið var yfir djögl, snúningsdiska og jafnvægisæfingar.

Þetta var mjög vel heppnuð sýning og öll skemmtu sér konunglega – bæði leikskólabörnin og nemendurnir.