Líf í borgarholtsskóla

22/03/2023 | Ritstjórn

Samskiptasól

Á dögunum var samskiptasól Borgarholtsskóla sett upp á veggi á þremur stöðum í skólanum. Samskiptasólin er hönnun Kristínar Maríu Ingimarsdóttur, sem er grafískur hönnuður og kennari á listnámsbraut. Orðin sem fylla sólina voru ákveðin af öllu starfsfólki skólans á starfsdögum vorið 2022 en þau vísa til lykilatriða sem ætti að hafa huga þegar fólk á í samskiptum, hvort sem það er við samstarfsfólk eða nemendur.

Þetta er glæsileg hönnun hjá Kristínu Maríu og er henni þakkað kærlega fyrir. Þessi orð eru góð áminning fyrir alla sem ganga um skólann.