Líf í borgarholtsskóla

02/02/2023 | Ritstjórn

Nóg um að vera í listnámi

Nemendur á listnámsbraut hafa ekki setið auðum höndum í byrjun vorannar. Þau hafa farið á listasýningar, í heimsókn til fyrirtækja og á leiksýningar. Nemendur í leiklist var boðið á æfingu á sýninguna Allt sem þið viljið eftir Shakespeare í Þjóðleikhúsinu auk þess að nemendur á kvikmyndakjörsviði fóru í heimsókn til Kukl.

Nemendur á listnámsbraut fóru í vettvangsferð á sýningu Pussy Riot í Kling og bang. Nemendur jafnt sem kennarar voru mjög ánægðir með heimsóknina og Kling og bang er þakkað sérstaklega fyrir viðtökurnar.

Hægt er að fylgjast með því sem er að gerast á listnámsbraut á Instagram.

small_image
small_image