Líf í borgarholtsskóla

13/03/2023 | Ritstjórn

Nemendur af sérnámsbraut í starfsnámi

Útskriftarnemendur á sérnámsbraut hafa verið í starfsnámi einu sinni í viku nú á vorönn. Síðustu fimm vikur hafa nemendur verið í starfsnámi hjá Takk hreinlæti og unnið þar ýmis störf. Eftir síðasta vinnudaginn bauð Takk upp á pizzu til að þakka fyrir vel unnin störf.

Starfsfólk Takk hefur tekið vel á móti nemendum sérnámsbrautar Borgarholtsskóla í yfir 20 ár. Þeim er þakkað kærlega fyrir móttökurnar og samstarfið.