Líf í borgarholtsskóla

10/03/2023 | Ritstjórn

Nemandi á afrekssviði á leið til Bandaríkjanna á skólastyrk

Kristinn Snær Guðjónsson, nemandi á afrekssviði Borgarholtsskóla, er á leið til Bandaríkjanna að spila fótbolta á skólastyrk. Kristinn Snær er 19 ára gamall og mun útskrifast af afrekssviði Borgarholtsskóla í vor. Eftir útskrift liggur leið hans til Indiana fylkis í Oakland City University þar sem hann mun stunda nám og spila fótbolta með liði skólans.

Kristni er óskað kærlega til hamingju með styrkinn og óskað góðs gengis í Bandaríkjunum.