Líf í borgarholtsskóla

13/10/2022 | Ritstjórn

Lýðræðisfundur nemenda

Fimmtudaginn 13. október var hinn árlegi lýðræðisfundur haldinn. Á lýðræðisfundum gefst nemendum tækifæri til að viðra skoðanir sínar og rökræða þær við samnemendur.

Umræðan fór fram í matsalnum en nemendur skiptust niður á borð og á hverju borði var kennari sem var hópstjóri en umræðan sjálf var alfarið í höndum nemenda.

Umræðuefnin voru þrjú:

  • Námið (uppsetning náms, námsmat o.fl.)
  • Skólinn (húsgögn, aðstaða o.fl.)
  • Félaglíf (skólabragur, viðburðir o.fl.)

Eftir umræðurnar voru helstu niðurstöður hvers hóps kynntar. Meðal þeirra atriða sem nemendur töldu upp varðandi skólann var að nemendur vildu fá betri kaffistofu fyrir nemendur í málm- og bíliðngreinum, fleiri sófa í skólann, aðstöðu til að sýna leiklist. Varðandi námið vildu nemendur fá færri en stærri verkefni, fá sms þegar tímar falla niður og minni heimavinnu. Þegar kom að félagslífinu vildu nemendur helst fleiri viðburði á vegum nemendafélagsins, böll og fleiri klúbba.

Fundurinn tókst mjög vel en Hermína Huld Hilmarsdóttir sá um framkvæmd hans. Niðurstöðurnar verða kynntar stjórnendum skólans sem munu vinna með þær áfram.