Líf í borgarholtsskóla

11/05/2023 | Ritstjórn

Lokasýning nemenda í leiklist

Leikhópurinn

Leikhópurinn

Þriðjudaginn 9. maí frumsýndu þriðja árs nemar á leiklistarkjörsviði sýninguna Poppkorn. Sýningin er lokaverkefni þeirra í leiklist en þrjár sýningar voru á dagskrá, auk frumsýningar var sýning miðvikudaginn 10. maí og síðasta sýningin er í kvöld, fimmtudaginn 11. maí. Níu nemendur léku hlutverk í sýningunni undir stjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur (leiktúlkun), Guðmundar Elíasar Knudsen (sviðshreyfingar), Guðbjargar Hilmarsdóttur (raddbeiting) og Evu Bjargar Harðardóttur (leikmynd og búningar). Námstími útskriftarhópsins hefur verið krefjandi á margan hátt með heimsfaraldri, takmörkunum á nálægð og grímuskyldu.

Verkið er byggt á bók sem kom út 1996 en það var leikgert sama ár, frumsýnt í leikhúsi í Nottingham og loks sett upp á West End. Í leikritinu veltir höfundur fyrir sér ábyrgð listafólks og hvaða áhrif listaverk hafi á tíðaranda og samfélag.

Nemendur stóðu sig frábærlega og er nemendum jafnt sem kennurum óskað til hamingju með sýninguna.