Líf í borgarholtsskóla

01/11/2022 | Ritstjórn

Leikhúsferð á listnámsbraut

Fimmtíu nemendur á listnámsbraut sáu sýninguna Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 1. nóvember ásamt kennurum sínum Flosa Jóni og Guðbjörgu.

Þjóðleikhúsið bauð nemendunum á sérstaka sýningu þar sem umræður fóru fram að lokinni sýningu. Opið var fyrir spurningar eftir kynningar aðstandenda sýningarinnar og nýttu nemendur Borgarholtsskóla sér það og settu fram tvær spurningar.

Nemendur voru skólanum til sóma og var almenn ánægja með sýninguna.