Líf í borgarholtsskóla

17/04/2023 | Ritstjórn

Leikfélag Borgó sýnir Sexý sveit

Apollo (leikfélag Borgarholtsskóla) mun frumsýna Sexý sveit eftir Marc Camoletti í næstu viku. Leikstjórn er í höndum Kristins Óla S. Haraldssonar (Króli).

Leikritið Sexý sveit er gamanleikja-farsi þar sem öllum klisjum er gert hátt undir höfði. Auðmaðurinn Benedikt reynir hvað hann getur að hylma yfir framhjáhald sitt á meðan Þórunn, konan hans, gerir slíkt hið sama. Það gengur vægast sagt illa hjá þeim báðum.

Frumsýning er í salnum í Breiðholtsskóla föstudaginn 28. apríl en önnur og þriðja sýning eru 29. og 30. apríl. Sýningarnar hefjast klukkan 19:00 og miðasala fer fram á Tix.is.

Rétt er að taka fram að sýningin er ekki ætluð börnum.