Líf í borgarholtsskóla

02/11/2022 | Ritstjórn

Kórsöngur í Borgum

Kór Borgarholtsskóla fór í heimsókn í Borgir síðastliðinn miðvikudag. Þar sungu þau fyrir eldri borgara í Grafarvogi. Sungin voru þekkt íslensk dægurlög ásamt nokkrum erlendum. Kór Borgarholtsskóla hefur sungið árlega í Borgum frá 2016.

Mikil ánægja var með tónleikana og var nemendum boðið upp á kaffi og köku eftir tónleikana. Birna Róbertsdóttir í Borgum afhenti Guðbjörgu Hilmarsdóttur, kórstjóra og söngkennara, fána frá Korpúlfum sem þakklætisvott fyrir farsælt samstarf.